15. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. nóvember 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson stýrði fundinum í fjarveru Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur en hún tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Afgreiðslu frestað.

2) 508. mál - tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar.

Kl. 9:30 komu á fundinn Guðmundur Björgvin Helgason og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir frá Ríkisendurskoðun.

Kl. 10 kom á fundinn Lára V Júlíusdóttir lögmaður.

Kl. 10:30 komu á fundinn Ragnar Ingólfsson frá VR og Hörður Guðbrandsson frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.

3) 497. mál - barnaverndarlög og félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 10:50
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnafresti og ákvað að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttur verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:52
Starfið framundan rætt.

Fundi slitið kl. 11:00